Enski boltinn

Cech í leik­manna­hópi Chelsea í ensku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cech hafði lagt skóna á hilluna en hann er þó í leikmannahópi Chesea í ensku úrvalsdeildinni.
Cech hafði lagt skóna á hilluna en hann er þó í leikmannahópi Chesea í ensku úrvalsdeildinni. Jan Kruger/Getty Images

Petr Cech, nú tæknilegur ráðgjafi hjá Chelsea og frammistöðuþjálfari, er í 25 manna leikmannahópi Chelsea sem liðið skilaði inn til ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tékkinn er í hópnum sem svokölluð neyðarlausn en þetta er neyðartilfelli á tímum kórónuveirunnar.

Cech lagði skóna á hilluna í maí 2019 eftir að Arsenal hafði tapað fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Kepa Arrizabalaga, Willy Caballero og Edouard Mendy eru allir í hópnum svo ansi mikið þarf að gerast svo að Tékkinn þurfti að taka fram hanskana og henda sér í markið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.