Rakningarteymið skoðaði ekki hvað fólk keypti á barnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 12:12 Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar til að rekja ferðir fólks í nokkrum tilvikum, meðal annars til að finna hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Vísir/Vilhelm Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira