Innlent

Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni.
Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub.

„Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Notað í algjörum undantekningartilvikum

Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir.

Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. 

Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví.


Tengdar fréttir

Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×