Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Inga á móti neitunar­valdi sveitar­fé­laga

Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja að á­tján ára fái að kaupa á­fengi

Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar aftur kominn í leyfi frá þing­störfum

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­menn þing­flokks taka pokann sinn

Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legri um­ræðu og sam­stöðu ógnað

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán á­herslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raun­veru­leg og að­kallandi“

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Vinirnir vestan­hafs hafi á­hyggjur af stig­mögnun

Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór í klandri með klukkuna

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins pirraðist í pontu Alþingis í dag undir umræðu um fjárlagafrumvarpið þegar klukkan þingsalnum, sem gefur ræðutíma þingmanna til kynna, klikkaði á meðan hann var að tala.

Lífið
Fréttamynd

Fjár­lögin lit­laus líkt og hann sjálfur

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði Már mælir fyrir fjár­lögum næsta árs

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin feli sig á bak við mis­tök þeirrar fyrri

Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land á betra skilið“

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Biður þing­menn að gæta orða sinna

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Innlent