Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Guð­mundur Ingi á sjúkra­húsi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjár­lög snúast um þjónustu við fólk

Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

„Öll kosninga­lof­orð eru svikin“

Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur milljarður til Við­skipta­ráðs og SA á fimm árum

Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til breytingar um hærri út­gjöld og meiri skatt­tekjur

Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn á­fram á flugi

Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir hug­myndum fyrir 1100 ára af­mæli Al­þingis

Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra telur enn tíma­bært að hætta hval­veiðum

Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að skóg­rækt leggist nánast af

Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir stóran pakka um fjöl­miðla í næstu viku

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Vill láta hart mæta hörðu

Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Sím­talið hafi verið á­byrgðar­laust og ó­raun­hæft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum.

Innlent
Fréttamynd

Jafn­gildi upp­gjöf fyrir Úkraínu­menn

Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Við­reisn hafi tekið upp mál­flutning Mið­flokksins

Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar eigi líka að leggja símann frá sér

Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir

Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum.

Innlent