Blikakonur með sextán mörk eftir hornspyrnur í deildinni í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 15:30 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Blikaliðinu eru stórhættulegar í föstum leikatriðum. Vísir/Elín Björg Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Breiðabliksliðið hefur örugglega verið hættulegasta fótboltalið landsins þegar kemur að nýta sér hornspyrnur og föst leikatriði. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir býst við því að það gæti hjálpað liðinu mikið í úrslitaleiknum á móti Val á morgun. Breiðablik sækir Val heim á Hlíðarenda á morgun í óopinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna. Þetta eru tvö langefstu liðin og það er nokkuð ljóst að sigur í þessum leik færir sigurliðinu algjörlega lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 á Origo vellinum á Hlíðarenda og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Margrét Lára Viðarsdóttir segir að föst leikatriði gætu ráðið úrslitum í leiknum og þar standa Blikar Valsliðinu mun framar. „Það sem að mér finnst Blikaliðið hafa fram yfir Valsliðið er þessi gríðarlegi styrkur í föstum leikatriðum. Ég þekki þjálfara Breiðabliks ágætlega og sérstaklega aðstoðarþjálfarann, og hann leggur mikið upp úr föstum leikatriðum. Þetta er drillað alveg nokkrum sinnum í viku. Mér finnst þær gera þetta ofboðslega vel, og þetta er eitthvað sem að maður saknar oft hjá Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum. Margrét Lára vill sjá Valsliðið skora fleiri mörk úr föstum leikatriðum. „Það kannski breytist þegar Mist er komin. En þetta eru oft mörk sem að skila sér inn í svona stóra leiki, þegar varnarleikurinn er þéttur og lið gefa fá færi á sér. Ég held að þetta sé stundum munurinn á þessum liðum, hvað Blikar eru sterkir í föstum leikatriðum,“ sagði Margrét Lára. Tölfræðin sýnir þetta líka svart á hvítu. Breiðabliksliðið hefur alls skorað 21 mark úr föstu leikatriðum ef við teljum ekki með vítin. Það eru ellefu fleiri mörk en Valsliðið hefur skorað úr uppsettum atriðum. Af þessu 21 marki úr föstum leikatriðum hafa Blikakonur skorað sextán mörk eftir hornspyrnur, ellefu frá hægri og fimm frá vinstri. Valsliðið er með níu mörk eftir hornspyrnur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30 Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30 Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Sveindís Jane og Agla María efstar í bæði mörkum og stoðsendingum Valskonur þurfa að hafa sérstaklegar góðar gætur á tveimur leikmönnum Breiðabliks leiknum í stórleiknum á morgun. 2. október 2020 12:30
Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 2. október 2020 11:30
Elín Metta ekki búin að skora í 555 mínútur á móti Blikum Mesti markaskorari Valsliðsins hefur ekki skorað á móti Blikum í meira en þrjú ár og á morgun er úrslitaleikur Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. 2. október 2020 14:00