Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 23:31 Joe Biden og Donald Trump mætast í nótt. Vísir/AP Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57