Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 21:01 Ponta sótthreinsuð fyrir kappræðurnar í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14