Enski boltinn

City fær Dias eftir tapið slæma í gær

Sindri Sverrisson skrifar
Ruben Dias er á förum frá Benfica.
Ruben Dias er á förum frá Benfica. vísir/getty

Manchester City hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á varnarmanninum Rúben Dias. Portúgalska félagið fær 65 milljónir punda og kaupir Nicolas Otamendi í staðinn.

Manchester City tapaði illa fyrir Leicester í gær, 5-2, og ljóst að varnarleik liðsins má bæta. Dias er ætlað að gera það.

Dias er 23 ára gamall og hefur leikið 19 leiki fyrir A-landslið Portúgals sem og fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar. Hann er uppalinn hjá Benfica og hefur leikið með aðalliði félagsins frá árinu 2017.

Benfica, sem greindi frá samkomulaginu við City seint í gærkvöld, greiðir 13,6 milljónir punda fyrir Otamendi.


Tengdar fréttir

Sögulegt tap hjá Guardiola

Manchester City steinlá fyrir Leicester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.