Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 13:45 Óeirðalögreglumenn í Minsk bera burt mótmælanda í gærkvöldi. Mótmælin brutust út eftir að Lúkasjenkó lét óvænt sverja sig í embætti forseta í gær þrátt fyrir að enn standi harðar deilur um lögmæti úrslita kosninga sem fóru fram í ágúst. AP/TUT.by Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli. Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. Breska ríkisstjórnin segist leggja drög að því að leggja refsiaðgerðir á Hvíta-Rússlandi vegna mannréttindabrota þar. Þúsundir manna mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Minsk og í fleiri borgum eftir að Lúkasjenkó lét óvænt halda athöfn þar sem hann sór embættiseið sem forseti í gær. Engin tilkynning var send út um athöfnina en stjórnarandstaðan í landinu og vestræn stjórnvöld telja að stórfelld svik hafi verið framin í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið segir að 364 manns hafi verið handteknir og að meirihluti þeirra sé enn í varðhaldi og bíði þess að koma fyrir dómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í dag að breska ríkisstjórnin undirbúi nú að beita einstaklinga sem tengjast stjórn Lúkasjenkó refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Aðgerðir séu í samvinnu við bandarísk og kanadísk stjórnvöld, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Í ljósi svikullar embættistöku Lúkasjenkó hef ég skipað refsiaðgerðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að undirbúa Magnitskí-refsiaðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum,“ sagði Raab á þingi. Magnitskí-refsiaðgerðirnar eru nefndar í höfuðið á Sergei Magnitskí, rússneskum lögmanni, sem lést í fangelsi í Rússlandi eftir að hann lagði fram gögn sem sýndu fram á stórfelld skattsvik háttsettra rússneskra embættismanna árið 2009. Magnitskí lést eftir að hafa verið beittu harðræði í fangelsinu. Lúkasjenkó hefur barið niður mótmæli gegn sér með offorsi. Lögregla hefur beitt mótmælendur ofbeldi og saksóknarar ákæra leiðtoga þeirra og helstu stjórnarandstæðinga landsins. Ríkissaksóknari landsins hótaði mótmælendum harðari refsingum í dag. Boðaði hann einnig að harðar yrði tekið á foreldrum sem tækju börn sín með á mótmæli.
Hvíta-Rússland Bretland Tengdar fréttir Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29