Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48