Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 14:40 Mitt Romney var talinn einn fárra repúblikana sem gæti lagst gegn því að staðfesta nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. Hann var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21