Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 14:40 Mitt Romney var talinn einn fárra repúblikana sem gæti lagst gegn því að staðfesta nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. Hann var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21