Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 14:37 Líkur hafa verið leiddar að því að skipan nýs og íhaldssams hæstaréttardómara eigi eftir að blása stuðningsmönnum Trump forseta eldmóð í brjóst rétt fyrir kosningar. AP/Chris Carlson Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira