Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 14:37 Líkur hafa verið leiddar að því að skipan nýs og íhaldssams hæstaréttardómara eigi eftir að blása stuðningsmönnum Trump forseta eldmóð í brjóst rétt fyrir kosningar. AP/Chris Carlson Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira