Enski boltinn

Hafa keypt þá leik­menn sem þeir ætluðu sér að fá en nú gætu ein­hverjir farið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á sprettinum.
Klopp á sprettinum. vísir/getty

Liverpool hefur fengið Kostas Tsimikias, Thiago Alcantara og Diogo Jota í sumarglugganum. Samanlagt kostuðu þessir leikmenn um 75 milljónir punda.

Thiago kom frá Evrópumeisturunum í Bayern Munchen, Tsimikas frá Olympiakos og Jota kemur frá Wolves þar sem hann hefur gert ansi góða hluti undanfarin ár.

France Football, dagblaðið í Frakklandi, greindi frá því að Liverpool hefði áhuga á því að fá Ismaila Sarr frá Watford og Ousmane Dembele frá Barcelona en það ku ekki vera rétt.

Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni, segir að Liverpool hafi lokið þeim viðskiptum sem þeir ætluðu sér að gera í sumar hvað varðar innkaup en einhverjir gætu hins vegar farið frá félaginu.

Rhian Brewster og Marko Grujic gætu verið á leið frá félaginu og sömu sögu má segja af þeim Xherdan Shaqiri og Harry Wilson. Loris Karus og Ben Woodburn eru einnig sagðir fáanlegir fyrir rétt verð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.