Mata, Ras­h­ford og Greenwood skutu United á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mata fagnar fyrsta marki leiksins.
Mata fagnar fyrsta marki leiksins. vísir/getty

Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur á B-deildarliði Luton í kvöld.

Fyrsta markið kom á 44. mínútu er United fékk vítaspyrnu. Á punktinn fór hinn öruggi Juan Mata og kom United yfir fyrir hlé.

United gerði tíu breytingar frá því í leiknum gegn Crystal Palace og það var einungis Harry Maguire sem hélt sæti sínu í liðinu.

Skytturnar komu hins vegar inn af bekknum og Marcus Rashford tvöfaldaði forystuna á 88. mínútu.

Í uppbótartímanum var það Mason Greenwood sem innsiglaði sigurinn en Íslandsvinurinn kom inn af bekknum og kláraði færið sitt vel. Lokatölur 3-0.

Í öðrum leikjum kvöldsins vann Newport County 3-1 sigur á Watford, Brentford sló út WBA eftir vítaspyrnukeppni og West Ham skellti Hull City 5-1 þrátt fyrir að stjórinn og tveir leikmenn hafi verið í sóttkví.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.