Enski boltinn

Meiri líkur á að Mbappe skrifi undir nýjan samning en að hann fari til Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í stuði.
Mbappe í stuði. vísir/getty

Kylian Mbappe er líklegri til að framlengja samning sinn við PSG en að yfirgefa félagið. Þetta segir Jonathan Johnson, sérfræðingur um franska boltann, í samtali við Sky Sports.

Franska stjarnan á tvö ár eftir af samningi sínum hjá PSG og hafa verið orðrómar um það að Real Madrid og Liverpool fylgist grannt með mála hjá Mbappe.

Johnson er þó á því að hann muni frekar vera áfram í Frakklandi því erfitt verður að ræða við PSG um að kaupa Frakkann.

„Liverpool og Real Madrid hafa lengi fylgst með honum en ég mun ekki sjá PSG gefa hann frá svo auðveldlega,“ sagði Johnson.

„Ég held að þeir myndu láta hann fara inn á síðustu tólf mánuðina á samningi sínum til þess að reyna þvinga hann til þess að vera áfram, sérstaklega eftir frammistöðuna í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.“

„Kylian Mappen er framtíðarmaður í þessu PSG verkefni og ég sé ekki að þeir gefi hann frá sér án þess að berjast fyrir því. Ég held að hvorki Real né Liverpool séu tilbúin að borga það sem PSG vill fá fyrir hann.“

„Með ástandinu í heiminum vegna kórónuveirunnar verður hann líklega áfam næstu sex til átta mánuðina. Ég held að það verði erfitt fyrir eitthvað lið að ræða við PSG um hann og mér finnst meiri líkur á því að hann framlengi við PSG en að hann fari til Liverpool eða Real Madrid,“ sagði Johnson.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.