Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 16:35 Allsherjarþing SÞ fer fram með óhefðbundnu sniði vegna faraldurins í ár. Aðeins einn erindreki frá hverri þjóð fékk að vera í salnum í New York en leiðtogar ávörpuðu þingið í gegnum fjarfundarbúnað. AP/UNTV Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. Trump Bandaríkjaforseti nýtti sitt ávarp til þess að kenna Kína um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Spenna á milli Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Beijing hefur farið vaxandi undanfarin ár. Eftir að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa stórveldin háð viðskiptastríð og kórónuveirufaraldurinn, sem átti upptök sín í Kína, hefur gert lítið til þess að bæta samskiptin. Guterres dróg upp dökka mynd af stöðu heimsmála í ávarpi sínu á allsherjarþinginu sem fer fram í fjarfundi vegna faraldursins í dag. Sagði hann veiruna hafa knésett heimsbyggðina en það væri engu að síður aðeins undirbúningur fyrir þær áskoranir sem hún ætti enn eftir að takast á við. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir því að ríki heims sýndu samstöðu í að berjast gegn faraldrinum og gagnrýndi lýðskrumara og þjóðernissinna fyrir að hafa mistekist að ná tökum á faraldrinum og jafnvel gert illt verra. „Á sama tíma verðum við að gera allt til þess að forðast nýtt kalt stríð,“ sagði Guterres og vísaði til versnandi samskipti Kína og Bandaríkjanna. „ Við erum á leiðina í mjög hættulega átt.“ Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þingið stuttlega í myndbandi sem var tekið upp fyrirfram.AP/UNTV Kína bar af sér ásakanir Trump Ræða Trump gerði þó lítið til þess að lægja öldurnar í samskiptunum við Kína. Talaði forsetinn, eins og hann hefur oft gert áður, um „Kínaveiruna“ og hvatti Sameinuðu þjóðirnar til þess að draga stjórnvöld í Beijing til ábyrgðar fyrir að hafa ekki stöðvað faraldurinn. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að reyna að hylma yfir faraldurinn þegar hann braust fyrst út í Wuhan. Ríkisstjórn Trump hunsaði hins vegar viðvaranir um hættuna af veirunni og var nær algerlega óundirbúin fyrir að hún dreifði sér um Bandaríkin. Nú hafa fleiri en 200.000 manns látið lífið í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Ein miljón manna hefur látist í faraldrinum á heimsvísu. Sendiherra Kína hafnaði ásökunum Trump og sagði þær stoðlausar. „Á þessari stundu þarfnast heimurinn meiri samstöðu og samvinnu, ekki átaka. Við verðum að auka gagnkvæmt traust og trú en ekki dreifa pólitískri veiru. Kína hafnar staðfastlega stoðlausum ásökunum á hendur Kína,“ sagði Zhang Jun, sendiherra Kína við Sameinuðu þjóðirnar. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, notaði sína ræðu til þess að gagnrýna fjölmiðla heima fyrir sem hann sakaði um að „ala á skelfingu“ í faraldrinum. Sjálfur hefur hann gert lítið úr hættunni af veirunni, sem hann smitaðist sjálfur af, og hreykti hann sér af því að hafa einblínt á efnahagslegar aðgerðir í ræðunni hjá SÞ. Fjöldi látinna í Brasilíu er sá næsthæsti í heiminum. Þar hafa um 136.000 manns látið lífið í faraldrinum samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. 22. júlí 2020 10:27 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“ Utanríkisráðherra Kína segir ákveðin pólitísk öfl í Bandaríkjunum halda samskiptum ríkjanna í gíslíngu. Hann segir þó ekki um hvaða öfl er að ræða. 24. maí 2020 09:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. Trump Bandaríkjaforseti nýtti sitt ávarp til þess að kenna Kína um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Spenna á milli Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Beijing hefur farið vaxandi undanfarin ár. Eftir að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa stórveldin háð viðskiptastríð og kórónuveirufaraldurinn, sem átti upptök sín í Kína, hefur gert lítið til þess að bæta samskiptin. Guterres dróg upp dökka mynd af stöðu heimsmála í ávarpi sínu á allsherjarþinginu sem fer fram í fjarfundi vegna faraldursins í dag. Sagði hann veiruna hafa knésett heimsbyggðina en það væri engu að síður aðeins undirbúningur fyrir þær áskoranir sem hún ætti enn eftir að takast á við. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir því að ríki heims sýndu samstöðu í að berjast gegn faraldrinum og gagnrýndi lýðskrumara og þjóðernissinna fyrir að hafa mistekist að ná tökum á faraldrinum og jafnvel gert illt verra. „Á sama tíma verðum við að gera allt til þess að forðast nýtt kalt stríð,“ sagði Guterres og vísaði til versnandi samskipti Kína og Bandaríkjanna. „ Við erum á leiðina í mjög hættulega átt.“ Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þingið stuttlega í myndbandi sem var tekið upp fyrirfram.AP/UNTV Kína bar af sér ásakanir Trump Ræða Trump gerði þó lítið til þess að lægja öldurnar í samskiptunum við Kína. Talaði forsetinn, eins og hann hefur oft gert áður, um „Kínaveiruna“ og hvatti Sameinuðu þjóðirnar til þess að draga stjórnvöld í Beijing til ábyrgðar fyrir að hafa ekki stöðvað faraldurinn. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að reyna að hylma yfir faraldurinn þegar hann braust fyrst út í Wuhan. Ríkisstjórn Trump hunsaði hins vegar viðvaranir um hættuna af veirunni og var nær algerlega óundirbúin fyrir að hún dreifði sér um Bandaríkin. Nú hafa fleiri en 200.000 manns látið lífið í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Ein miljón manna hefur látist í faraldrinum á heimsvísu. Sendiherra Kína hafnaði ásökunum Trump og sagði þær stoðlausar. „Á þessari stundu þarfnast heimurinn meiri samstöðu og samvinnu, ekki átaka. Við verðum að auka gagnkvæmt traust og trú en ekki dreifa pólitískri veiru. Kína hafnar staðfastlega stoðlausum ásökunum á hendur Kína,“ sagði Zhang Jun, sendiherra Kína við Sameinuðu þjóðirnar. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, notaði sína ræðu til þess að gagnrýna fjölmiðla heima fyrir sem hann sakaði um að „ala á skelfingu“ í faraldrinum. Sjálfur hefur hann gert lítið úr hættunni af veirunni, sem hann smitaðist sjálfur af, og hreykti hann sér af því að hafa einblínt á efnahagslegar aðgerðir í ræðunni hjá SÞ. Fjöldi látinna í Brasilíu er sá næsthæsti í heiminum. Þar hafa um 136.000 manns látið lífið í faraldrinum samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Tengdar fréttir Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. 22. júlí 2020 10:27 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“ Utanríkisráðherra Kína segir ákveðin pólitísk öfl í Bandaríkjunum halda samskiptum ríkjanna í gíslíngu. Hann segir þó ekki um hvaða öfl er að ræða. 24. maí 2020 09:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. 22. júlí 2020 10:27
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55
Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“ Utanríkisráðherra Kína segir ákveðin pólitísk öfl í Bandaríkjunum halda samskiptum ríkjanna í gíslíngu. Hann segir þó ekki um hvaða öfl er að ræða. 24. maí 2020 09:31