Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 13:55 Bandaríkjastjórn hefur varað við því að kínverska tæknifyrirtækið Huawei komist í lykilstöðu í 5G-væðingu fjarskiptakerfa og telja það geta ógnað þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Huawei og kínversk stjórnvöld hafna því. Vísir/EPA Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann. Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann.
Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent