Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Bjarnason fór á kostum gegn Stjörnunni, skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fiskaði vítaspyrnu.
Aron Bjarnason fór á kostum gegn Stjörnunni, skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fiskaði vítaspyrnu. vísir/hulda margrét

Alls voru átján mörk skoruð í leikjunum fimm í Pepsi Max-deild karla í gær.

Topplið Vals sýndi allar sínar bestu hliðar þegar það rústaði Stjörnunni, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ. Öll mörk Vals komu á fyrstu 34 mínútum leiksins. Þetta var níundi sigur Valsmanna í röð en fyrsta tap Stjörnumanna í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk þegar FH sigraði Fylki í Árbænum, 1-4. Þetta var fjórði sigur FH-inga í röð en þeir eru búnir að koma sér vel fyrir í 2. sæti deildarinnar.

KR vann Breiðablik í þriðja sinn á tímabilinu, 0-2. Óskar Örn Hauksson sló leikjametið í efstu deild í leiknum.

ÍA vann sinn fyrsta sigur síðan 15. ágúst þegar liðið lagði Gróttu að velli, 3-0, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Þá gerðu Víkingur og HK 1-1 jafntefli í Víkinni.

Mörkin átján úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan. Þess má geta að farið verður yfir 17. umferð Pepsi Max-deildarinnar í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:30 í kvöld.

Klippa: Stjarnan 1-5 Valur
Klippa: Fylkir 1-4 FH
Klippa: Breiðablik 0-2 KR
Klippa: ÍA 3-0 Grótta
Klippa: Víkingur 1-1 HK


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.