Enski boltinn

Guardiola um heimskupör Fodens: „Hann veit að hann gerði mistök“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Foden og Pep Guardiola eftir úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem Manchester City vann Aston Villa, 2-1. Foden var valinn maður leiksins.
Phil Foden og Pep Guardiola eftir úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem Manchester City vann Aston Villa, 2-1. Foden var valinn maður leiksins. getty/Victoria Haydn

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig stuttlega um Phil Foden og uppákomuna á Íslandi á blaðamannafundi í dag.

Fyrr í mánuðinum voru Foden og Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, reknir úr enska landsliðshópnum eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni.

„Honum líður vel. Við höfum verið saman í nokkra daga og hann veit að hann gerði mistök. Meira hef ég ekki að segja,“ sagði Guardiola.

Spánverjinn hefur miklar mætur á Foden og hefur verið óhræddur að tala hann upp undanfarin ár. Á síðasta tímabili lék Foden 38 leiki með City í öllum keppnum og skoraði átta mörk.

Foden hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með City, einu sinni bikarmeistari og þrisvar sinnum deildabikarmeistari.

Fyrsti leikur City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er gegn Wolves á Molineux á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.