Sky Sports valdi Gylfa mann leiksins: Fagnar því að fá góða menn til Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:30 Michael Keane þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna í sigri Everton í gær Gylfi kom inn í byrjunarliðið og fékk fyrirliðabandið. Getty/Peter Powell Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik. Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira