„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 15:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fór á kostum í fyrri leik Breiðabliks og Vals. Vísir/Daníel Þór Annað árið í röð keppa Breiðablik og Valur um sigurinn en hafa í raun skipt um hlutverk. Í fyrrasumar skoruðu Valskonur miklu fleiri mörk en í ár eru það Blikarkonur sem skora miklu meira. Það er orðið nokkuð klárt að úrslit Íslandsmótsins munu ráðast í seinni leik Vals og Breiðabliks sem fer fram á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara á Hlíðarenda. „Ég er svolítið að bíða eftir leiknum á Valsvelli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónvarmaður Pepsi Max marka kvenna, þegar þær tóku fyrir gíðarlega mikinn mun á markatölum liðanna. Blikkonur hafa skora 21 marki meira en Valur og það þrátt fyrir að vera búnar að spila leik færra. „Ég bíð og bíð af því að þetta verður mjög líklega úrslitaleikurinn,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Leikurinn á að fara fram 30. september næstkomandi. „Þá skiptir þessi markatala bara engu,“ sagði Helena Ólafsdóttir og beindi orðum sínum til Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur. „Bara ekki einu einasta. Breiðablik hefur það samt með sér að það dugar þeim að gera jafntefli ef við miðum að þetta sé úrslitaleikur,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. „Það gæti verið gott fyrir Breiðablik því það fór þannig í fyrra þegar báðir innbyrðis leikirnir enduðu með jafntefli. Þessi markatala gefur þeim ekki neitt er að þær klári ekki þann leik,“ sagði Bára. Helena spurði sérfræðinga sína hvort Blikaliðið væri besta sóknarliðið sem við eigum í dag. „Hundrað prósent,“ var Bára snögg að svara. „Sóknarleikurinn er skipulagðari og virkar betur,“ sagði Bára. „Það eru kannski einn, tveir, þrír í Val sem eru góðir sóknarmenn líka en liðið Breiðablik miklu betra í heildina,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Það má sjá þær ræða markatöluna og sóknarleik liðanna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Umfjöllun um sóknarleik Blika Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Annað árið í röð keppa Breiðablik og Valur um sigurinn en hafa í raun skipt um hlutverk. Í fyrrasumar skoruðu Valskonur miklu fleiri mörk en í ár eru það Blikarkonur sem skora miklu meira. Það er orðið nokkuð klárt að úrslit Íslandsmótsins munu ráðast í seinni leik Vals og Breiðabliks sem fer fram á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara á Hlíðarenda. „Ég er svolítið að bíða eftir leiknum á Valsvelli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónvarmaður Pepsi Max marka kvenna, þegar þær tóku fyrir gíðarlega mikinn mun á markatölum liðanna. Blikkonur hafa skora 21 marki meira en Valur og það þrátt fyrir að vera búnar að spila leik færra. „Ég bíð og bíð af því að þetta verður mjög líklega úrslitaleikurinn,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Leikurinn á að fara fram 30. september næstkomandi. „Þá skiptir þessi markatala bara engu,“ sagði Helena Ólafsdóttir og beindi orðum sínum til Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur. „Bara ekki einu einasta. Breiðablik hefur það samt með sér að það dugar þeim að gera jafntefli ef við miðum að þetta sé úrslitaleikur,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. „Það gæti verið gott fyrir Breiðablik því það fór þannig í fyrra þegar báðir innbyrðis leikirnir enduðu með jafntefli. Þessi markatala gefur þeim ekki neitt er að þær klári ekki þann leik,“ sagði Bára. Helena spurði sérfræðinga sína hvort Blikaliðið væri besta sóknarliðið sem við eigum í dag. „Hundrað prósent,“ var Bára snögg að svara. „Sóknarleikurinn er skipulagðari og virkar betur,“ sagði Bára. „Það eru kannski einn, tveir, þrír í Val sem eru góðir sóknarmenn líka en liðið Breiðablik miklu betra í heildina,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Það má sjá þær ræða markatöluna og sóknarleik liðanna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Umfjöllun um sóknarleik Blika
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira