Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í gærkvöldi fjórtán og sextán ára unglinga vegna morðsins á átján ára manni í Frederiksberg síðastliðið föstudagskvöld.
Lögregla greinir frá þessu í tísti. Þar segir jafnframt að þessi fjórtán ára sé nú í umsjón félagsmálayfirvalda, enda sé hann undir lögaldri.
Þessi sextán ára verður leiddur fyrir dómara síðar í dag.
Átján ára maður var skotinn í höfuðið á Dirch Passers Allé í Frederiksberg klukkan 20.44 að staðartíma á föstudag. Hann lést af völdum sára sinna á sunnudaginn.
Vi anholdt i aftes to unge på 14 og 16 år for drabet på en 18-årig mand på Frederiksberg fredag aften. De er begge sigtet for drabet #politidk
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 16, 2020