Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 20:33 Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Krossinn, sem sést á myndinni, er til minningar þeim sem létust vegna fellibyljarins Katrínu. Getty/Joe Raedle Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent