Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 23:24 Íbúar á strandsvæðum hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Vísir/AP Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum. Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum.
Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent