Erlent

Hundruð þúsunda án vatns og raf­magns

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eyðileggingin sem fylgdi fellibylnum var mikil.
Eyðileggingin sem fylgdi fellibylnum var mikil. AP/Gerald Herbert

Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir.

Samkvæmt frétt BBC af málinu voru yfir 400.000 manns án rafmagns í morgun og um 200.000 voru þá án rennandi vatns á heimilum sínum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, segir eyðilegginguna sem Laura olli hafa teygt sig langt norður inn í ríkið. Áhrifa óveðursins gætti mest við strendur ríkisins í suðri.

Í Bandaríkjunum hafa 14 látist í veðurofsanum, tíu í Louisiana en fjögur í Texas. Þá létust 31 á Haítí þegar óveðrið reið þar yfir.

Alríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi í fjölda sýsla í Louisiana. Með því hefur mátt veita auknu fé í neyðaraðstoð til þeirra svæða sem hvað verst hafa komið út úr óveðrinu.


Tengdar fréttir

Lára gengin á land í Lou­isiana

Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum.

Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×