Eiður Smári: Þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín Smári Jökull Jónsson skrifar 13. september 2020 19:05 Eiður Smári Guðjohnsen vísir/skjáskot „Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
„Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20