Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 07:50 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu horfir á tré sem kviknað hefur í. Tugir þúsunda slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana í nokkrum ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. AP Photo/Nic Coury Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17