Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 08:11 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Oregon, og víðar, vegna eldanna. Kevin Jantzer/AP Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington. Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45