Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 08:11 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Oregon, og víðar, vegna eldanna. Kevin Jantzer/AP Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington. Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45