Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 07:17 Reykurinn af eldunum slær gulri birtu yfir landslag í Oregon í gær. Vísir/getty Rúm hálf milljón manna í Oregon í Bandaríkjunum hefur nú þurft að leggja á flótta undan gríðarlegum skógareldum í ríkinu. Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. Kate Brown ríkisstjóri Oregon segir óljóst hversu margir hafi látið lífið en staðfest er að fjórir hið minnsta hafi dáið í hamförunum. Eldarnir loga glatt vegna óvenju heitra vinda sem blása um svæðið og í Oregonríki loga nú tugir elda stjórnlaust. Aldrei hafa fleiri stjórnlausir gróðureldar logað í ríkinu á sama tíma. Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Rúmlega þrettánhundruð konur úr kvennafangelsinu í Coffee Creek eru á meðal þeirra sem neyðst hafa til að flýja eldana í Oregon. Fangelsið er í grennd við tvo stóra bruna sem óttast er að séu að sameinast í einn gríðarstóran gróðureld. Þá eru tólf ára drengur og amma hans á meðal þeirra sem farist hafa í eldunum í Oregon. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Rúm hálf milljón manna í Oregon í Bandaríkjunum hefur nú þurft að leggja á flótta undan gríðarlegum skógareldum í ríkinu. Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. Kate Brown ríkisstjóri Oregon segir óljóst hversu margir hafi látið lífið en staðfest er að fjórir hið minnsta hafi dáið í hamförunum. Eldarnir loga glatt vegna óvenju heitra vinda sem blása um svæðið og í Oregonríki loga nú tugir elda stjórnlaust. Aldrei hafa fleiri stjórnlausir gróðureldar logað í ríkinu á sama tíma. Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Rúmlega þrettánhundruð konur úr kvennafangelsinu í Coffee Creek eru á meðal þeirra sem neyðst hafa til að flýja eldana í Oregon. Fangelsið er í grennd við tvo stóra bruna sem óttast er að séu að sameinast í einn gríðarstóran gróðureld. Þá eru tólf ára drengur og amma hans á meðal þeirra sem farist hafa í eldunum í Oregon. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51