Íslenski boltinn

Sjáðu markið mikil­væga hjá Val á Sel­fossi og marka­regnið úr 9. um­ferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir skoraði markið mikilvæga á Selfossi.
Hlín Eiríksdóttir skoraði markið mikilvæga á Selfossi. Vísir/Bára

Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur og Breiðablik halda áfram að vinna sína leiki og það er að færast rosalegt líf í fallbaráttuna.

KR vann lífs nauðsynlegan sigur á ÍBV á heimavelli, 3-0. Einungis þriðji sigur KR í deildinni í sumar en Katrín Ómarsdóttir og Alma Mathiasen skoruðu mörk. Fyrsta markið var svo sjálfsmark.

Valur vann nánast með flautumarki á Selfossi er liðin mættust í annað skiptið á nokkrum dögum. Hlín Eiríksdóttir kom Val yfir á 12. mínútu og Tiffany Janea MC Carty jafnaði metin af vítapunktinum á 77. mínútu.

Þegar komið var fram í uppbótartíma skoraði Hlín Eiríksdóttir svo sigurmarkið og Valur er því áfram með einu stigi meira en Breiðablik en Blikar eiga leik til góða. Selfoss er í 4. sætinu.

FH vann sinn annan leik í röð er liðið skellti Fylki á heiamvelli. Phoenetia Maiya Lureen Browne og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu FH í 2-0 áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki.

Andrea Mist Pálsdóttir innsiglaði sigurinn tuttugu mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu og FH því komið upp úr fallsæti. Liðið er stigi fyrir ofan Þrótt í 8. sætinu en Fylkir er í 3. sætinu með nítján stig.

Þróttur og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli. Stephanie Mariana Ribeiro kom Þrótti yfir á 44. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks en Heiða Ragney Viðarsdóttir jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks.

Þór/KA er í 7. sætinu með tólf stig, jafn mörg stig og FH sem er sæti neðar, og einu stigi meira en Þróttur sem er í níunda sætinu. KR er svo í tíunda sætinu með tíu stig svo það er rosaleg fallbarátta framundan.

Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni á heimavelli og er stigi á eftir Val og á leik til góða. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö af mörkum Blika og Rakel Hönnudóttir það þriðja en Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði metin í 1-1 á 40. mínútu.

Öll mörkin sem og viðtöl úr nokkrum leikjanna má sjá hér að neðan.

Klippa: Gaupi fór yfir 9. umferð Pepsi Max deildar kvenna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×