„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Atli Freyr Arason skrifar 9. september 2020 23:07 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. „Ég er ógeðslega ánægð með karakterinn, að hafa ekki hætt eftir að fá þetta mark í andlitið og hvernig við mættum í seinni hálfleikinn, ótrúlega grimmar og flottar,“ sagði Sveindís sigurreif eftir leik. það var sjáanlegur munur á liðinu milli hálfleika og Sveindís var sérstaklega spurð að því hvað Þorsteinn sagði í hálfleik til að fá þær til að mæta svona grimmar og flottar út í seinni hálfleikinn. „Hann lét okkur að við gætum allar svo miklu betur sem við vissum líka sjálfar. Við ákvöðum allar að reyna að bæta okkur um svona 10% því að við vissum að við ættum það inni. Þess vegna komum við út í seinni hálfleik og gerðum mikið betur en í fyrri,“ svaraði Sveindís. Allt í okkar höndum Þriðja mark Breiðabliks í kvöld er með því flottara sem hefur verið skorað á þessu tímabili og er það allt vegna glæsilegs undirbúnings Sveindísar. Aðspurð út í markið sagði Sveindís: „Ég heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér. Þeir eru búnir að vera að segja mér að keyra á markið og koma þá með sendinguna frekar en að vera að dúlla mér við hliðarlínuna. Þannig ég gerði í raun og veru bara það sem þeir eru búnir að vera að segja mér að gera.“ Valur og Breiðablik unnu bæði sína leiki í kvöld og eru í algjörum sérflokki í þessari deild. Sveindís tekur undir það. „Það er allavegana það sem allir eru að segja. Mér finnst það ansi líklegt því það er svolítið langt í þriðja sætið. Ég held að þetta verði bara Breiðablik og Valur, ef við klárum okkar leiki þá erum við með þetta þar sem að þetta er allt í okkar höndum,“ sagði Sveindís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. „Ég er ógeðslega ánægð með karakterinn, að hafa ekki hætt eftir að fá þetta mark í andlitið og hvernig við mættum í seinni hálfleikinn, ótrúlega grimmar og flottar,“ sagði Sveindís sigurreif eftir leik. það var sjáanlegur munur á liðinu milli hálfleika og Sveindís var sérstaklega spurð að því hvað Þorsteinn sagði í hálfleik til að fá þær til að mæta svona grimmar og flottar út í seinni hálfleikinn. „Hann lét okkur að við gætum allar svo miklu betur sem við vissum líka sjálfar. Við ákvöðum allar að reyna að bæta okkur um svona 10% því að við vissum að við ættum það inni. Þess vegna komum við út í seinni hálfleik og gerðum mikið betur en í fyrri,“ svaraði Sveindís. Allt í okkar höndum Þriðja mark Breiðabliks í kvöld er með því flottara sem hefur verið skorað á þessu tímabili og er það allt vegna glæsilegs undirbúnings Sveindísar. Aðspurð út í markið sagði Sveindís: „Ég heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér. Þeir eru búnir að vera að segja mér að keyra á markið og koma þá með sendinguna frekar en að vera að dúlla mér við hliðarlínuna. Þannig ég gerði í raun og veru bara það sem þeir eru búnir að vera að segja mér að gera.“ Valur og Breiðablik unnu bæði sína leiki í kvöld og eru í algjörum sérflokki í þessari deild. Sveindís tekur undir það. „Það er allavegana það sem allir eru að segja. Mér finnst það ansi líklegt því það er svolítið langt í þriðja sætið. Ég held að þetta verði bara Breiðablik og Valur, ef við klárum okkar leiki þá erum við með þetta þar sem að þetta er allt í okkar höndum,“ sagði Sveindís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-1 | Sveindís með tvö og Blikar á hælum Vals Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Vals, og með leik til góða, eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 9. september 2020 22:27