Enski boltinn

Segir að Sout­hgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auð­veld­lega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli.
Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli. vísir/getty

Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið.

Foden og Greenwood gerðust sekir um brot á sóttvarnarreglum er þeir buðu tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi enska landsliðsins um helgina.

Báðir voru þeir að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Foden byrjaði inn á og lék í rúman klukkutíma en Greenwood spilaði síðasta stundarfjórðunginn.

Dunn sagði að þeir hafi staðið sig ágætlega en ekkert rosalega vel.

„Núna vitum við mögulega afhverju. Þeir voru með hugann við aðra taktík, aðra uppstillingu, önnur plön fyrir helgina. Fyrsti leikurinn með Englandi verður þó eftirminnilegur,“ skrifaði Dunn.

„Gleymiði traustu stelpunum í herberginu rútínunni. Þetta voru traustu gellurnar í herberginu með Covid19 snúningi. Að minnsta kosti þegar Kyle Walker og Jack Grealish gerðu sig seka um þetta, þá voru þeir ekki með enska landsliðinu.“

„Þetta er ekki glæpur aldarinnar og allir gera mistök í sínu lífi með mismunandi afleiðingum. Afleiðingarnar fyrir Greenwood og Foden var að vera sendir heim, sendir heim vegna lítillætis og hegðun þeirra var fordæmt af þeirra eigin félögum.“

„Það er næg refsing en mín agiskun er að Southgate mun ekki gleyma heimsku þeirra í bráð. Þetta er líklegra eftirminnilegra en fyrsti leikurinn,“ skrifaði Dunn en allan pistil hans má sjá hér.


Tengdar fréttir

Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar

Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins.

Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×