Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:11 Phil Foden og Birkir Bjarnason í baráttunni á Laugardalsvelli á laugardag. VÍSIR/GETTY Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59