Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 11:51 Greenwood með boltann í leiknum á laugardaginn. Til hægri sést Phil Foden í síma sínum á hótelherbergi en um er að ræða skjáskot úr myndbandinu sem íslensku stúlkurnar birtu. Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Sjá meira
Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Sjá meira
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59