Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 11:51 Greenwood með boltann í leiknum á laugardaginn. Til hægri sést Phil Foden í síma sínum á hótelherbergi en um er að ræða skjáskot úr myndbandinu sem íslensku stúlkurnar birtu. Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum. Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Ensku landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem báðir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á laugardag, eru í vondum málum eftir heimsókn íslenskra stúlkna á hótelherbergi þeirra í gær. Leikmennirnir voru ekki með á æfingu landsliðsins í morgun og verða ekki hluti af enska landsliðshónum sem mætir Dönum á morgun. Enskir miðlar greina frá því að von sé á því að Greenwood og Foden verði skildir eftir á Íslandi þegar landsliðið flýgur utan til Kaupmannahafnar síðdegis. Ástæðan mun vera brot þeirra á sóttvarnareglum en enska liðið á að halda sig frá öðru fólki á meðan ferðalagi þeirra stendur. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Tryggja þurfi að þeir leikmenn komist ekki í tæri við aðra í hópnum. Málið sé í skoðun og Southgate segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Af sóttvarnaástæðum sökum kórónuveirufaraldursins hafa landsliðshópar í knattspyrnu, þar á meðal sá íslenski og enski, strangar reglur á meðan verkefnum stendur. Leikmenn eiga að halda sig frá öllum sem tengjast ekki landsliðshópnum. Íslensku stúlkurnar birtu eftirfarandi myndskeið af heimsókninni á Snapchat. Fjarri góðu gamni gegn Dönum Þeir tóku ekki þátt í æfingu enska landsliðsins í morgun og var fyrst um sinn talið að þeir væru meiddir. Allt bendir hins vegar til þess að heimsókn íslensku stúlknanna og brot á sóttvarnareglum sé ástæðan. Báðir léku þeir sinn fyrsta A-landsleik á laugardaginn. Foden byrjaði inn á en Greenwood kom inn af bekknum er staðan var enn markalaus. Englendingar unnu 1-0 sigur með marki í blálokin úr vítaspyrnu. Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan. Þeir munu þar af leiðandi ekki ferðast með Englendingum til Danmerkur síðar í dag en Englendingar mæta Danmörku annað kvöld á Parken. Danir töpuðu fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni 2-0 gegn Belgíu. Á borði íslensku lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsókn íslensku stúlknanna á sínu borði. „Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“ Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“ Málið er áberandi í ensku pressunni í morgun. BREAKING: Phil Foden and Mason Greenwood caught bringing girls to England team hotel and face FA disciplinary action | @SamiMokbel81_DM https://t.co/d7BJ3OaMIB pic.twitter.com/pekMHvfylt— MailOnline Sport (@MailSport) September 7, 2020 Guðmundur segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn. „Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“ Sektir við broti á sóttvarnalögum nema allt að 250 þúsund krónum.
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59