Enski boltinn

18 ára Portúgali orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Úlfanna

Ísak Hallmundarson skrifar
Hinn efnilegi Fabio Silva er orðinn leikmaður Wolves.
Hinn efnilegi Fabio Silva er orðinn leikmaður Wolves. getty/StewartManleyPhotography/Wolverhampton Wanderers FC

Wolves sló félagsmet í dag þegar liðið gerði 18 ára gamla portúgalska framherjann Fabio Silva að dýrasti leikmanni í sögu félagsins.

Silva kemur til Úlfanna frá Porto á 35 milljónir punda. Hann hefur verið iðinn við markaskorun með yngri landsliðum Portúgala og skorað 17 mörk í 37 yngri landsleikjum. Auk þess skoraði hann þrjú mörk fyrir aðallið Porto á síðasta tímabili og þykir þessi leikmaður mikið efni.

Nú eru tíu Portúgalar innan leikmannahóps Wolves, en þjálfarinn Nuno Espirito Santo er auðvitað Portúgali sjálfur. Úlfarnir hafa lent í sjöunda sæti tvö tímabil í röð í ensku úrvalsdeildina og er markmiðið að gera betur á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×