Charlie Hebdo endurbirtir myndirnar af spámanninum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 10:29 Laurent Sourisseau, skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo, á ráðstefnu í janúar. Sú ráðstefna var um málsfrelsi og var haldin í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá árásinni á skrifstofu tímaritsins. EPA/Christophe Petit Tesson Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020 Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020
Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira