Messi gæti þurft að sleppa öllu tímabilinu til að losna frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Framtíð Lionel Messi er enn í uppnámi en leikmaðurinn vill alls ekki vera áfram hjá Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez / POOL Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira