Íslenski boltinn

Hamrén spenntur fyrir Andra Fannari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Fannar Baldursson í leik Íslands og Portúgals á EM U-17 ára í fyrra.
Andri Fannar Baldursson í leik Íslands og Portúgals á EM U-17 ára í fyrra. getty/Piaras Ó Mídheach

Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu, er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni seinna í þessum mánuði.

Andri, sem er átján ára, lék sjö leiki með Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Að því loknu skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, kveðst spenntur að vinna með Andra og sjá hvað hann hefur fram að færa.

„Hann er hæfileikaríkur og hefur tekið þátt í sjö leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Þá æfir hann daglega með aðalliðinu,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi eftir að hann tilkynnti landsliðshópinn í gær.

„Ég hef ekki enn unnið með honum en hlakka til þess. Það verður áhugavert að sjá hann í þessu umhverfi og þessu liði.“

Andri er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn deildarleik með liðinu áður en hann fór til Bologna. Andri hefur leikið 34 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fjögur mörk.

Á síðasta tímabili tók Andri m.a. þátt í leikjum gegn AC Milan, Inter og Napoli. Bologna endaði í 12. sæti ítölsku úrvalsdeildinni. Keppni á Ítalíu hefst á ný 19. september.


Tengdar fréttir

„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“

Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×