Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Garðbæingar stöðvuðu ÍBV

Andri Már Eggertsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/Hulda

Stjarnan og ÍBV mættust í Pepsi Max deild kvenna í dag. Fyrir leikinn var Stjarnan með 8 stig í sjöunda sæti deildarinnar á meðan hafa ÍBV verið á góðri siglingu og hafa þær safnað 16 stigum sem skilar þeim í fjórða sæti deildarinnar.

Gangur leiksins

Þó mörkin hafi vantað fyrstu 45 mínútum leiksins var fyrri hálfleikurinn hinn allra mesta skemmtun. Bæði lið fengu urmul af færum til að koma sínu liði yfir í leiknum. ÍBV var þó betri aðilin í fyrri hálfeik og áttu varnarmenn Stjörnunar í miklum vandræðum með samvinnu Miyah Watford og Olgu Sevcova.

Miyah Watford fékk besta færi leiksins þegar hún fékk draumabolta nánast á vítapunktinum þar sem hún hitti ekki boltann og má þar segja að hún hafi hent frábæru færi í ruslið.

Seinni hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri, Stjarnan kom sér betur inn í leikinn og þá sérstaklega þegar leið á hálfleikinn, þær lokuðu betur á sóknarlínu ÍBV og skoruðu glæsilegt mark þar sem Shameeka Fishley fékk boltann hægra megin í teignum og þrumaði knettinum í nær hornið þar sem Auður Sveinbjörnsdóttir markmaður ÍBV átti ekki möguleika.

Af hverju vann Stjarnan?

Stjarnan var ekki með neina yfirburði í leiknum en einstaklingsgæði Shameeka Fishley tryggði þeim markið sem þær þurftu til að vinna leikinn.

Hverjar stóðu upp úr?

Markmaður Stjörnunar Erin Katrina Mcleod var frábær í markinu hún varði oft á tíðum stórkostlega og kom í veg fyrir að ÍBV kæmi inn marki.

Shameeka Fishley var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunar hún skoraði glæsilegt mark og var óheppin að skora ekki annað þegar hún þrumaði boltanum í stöngina.

Hvað gekk illa?

ÍBV fékk svo sannarlega færin til að skora í leiknum en þær komu boltanum annaðhvort ekki framhjá Erin Katrina Mcleod eða voru að klikka á úrslita sendingunni til að skapa dauðafæri.

Hvað er framundan?

ÍBV mætir sterku liði Vals á Origo vellinum næsta sunnudag og hefst sá leikur klukkan 14:00 á sama degi fara stelpurnar úr Garðabænum á Selfoss sá leikur hefst klukkan 16:00.

Andri Ólafsson: Gátum ekki klárað færin sem við fengum

„Þetta var mjög svipað og þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum þó við höfum spilað verr þar, í dag nýttum við ekki færin okkar og áttum þá alveg skilið að fá eitt mark í andlitið fyrst við gátum ekki klárað það sem við vorum að skapa okkur,” sagði Andri Ólafsson þjálfari ÍBV.

Andri var mjög svekktur með að liðið gat ekki nýtt færin sem það fékk í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en Stjarnan kom sér betur inn í leikinn í þeim seinni. Honum fannst liðið hafa átt að fá víti í leiknum en talaði um að það réði ekki úrslitum þar sem færin voru alveg til staðar að skora.

Mikil læti voru á vellinum þegar Stjarnan skoraði markið sem reyndist ráða úrslitum leiksins.

„Dómarinn pirraði mig allan leikinn, hann hélt engri línu en hans frammistaða var bara þannig því miður, í sjálfu markinu fannst mér við átt að fá aukaspyrnu þar sem það var brotið á okkar leikmanni þegar hún senti boltann í ójafnvægi og í kjölfarið fara þær upp völlinn og skora mark,” sagði Andri um Eið Ottó Bjarnason dómara leiksins.

Kristján Guðmundsson: Draumurinn að vinna 1-0

Í 11 umferð Pepsi Max deid kvenna áttust við Stjarnan og ÍBV í Garðabænum. Stjarnan skoraði eina mark leiksins þar sem Shameeka þrumaði boltanum í þaknetið og tryggði stigin þrjú í Garðabæinn.

„Spilamennskan var ágæt í dag þar sem hún dugði til að vinna leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur en seinni hálfleikurinn var aðeins betri, þetta var aðeins of hægt fyrir minn smekk þar sem við erum betri þegar við spilum hraðari bolta,” sagði Kristján.

Kristjáni fannst hans stelpur ekki ná að tengja sendingarnar nógu vel þar sem boltinn var alltof oft að rata á hvítar treyjur, hans stelpur fylgdu líka ekki alveg því leikskipulagi sem var búið að teikna upp fyrir leik en í hálfleik var það rætt og breytist þá leikurinn til hið betra.

Það spruttu út mikil læti á vellinum þegar Shameeka Fishley skoraði og vildi þjálfarateymi ÍBV fá aukaspyrnu á miðjum velli.

„Ég sá ekkert sem hefði getað olli því í aðdraganda marksins að það ætti ekki að standa. Þetta er fullkomið mark og draumur að vinna leikinn 1-0,” sagði Kristján

„Ég er ánægður með að vinna leikinn stelpurnar mínar sýndu þar gott hugafar þar sem þær fóru í leikinn til að sigra hann sem vantaði í seinasta leik en núna fóru þær á völlinn til að hafa gaman af því að spila fótbolta og vinna leikinn.”

Stjarnan vann ÍBV líka 1-0 í Vestmannaeyjum fyrr í sumar og var þessi leikur ekki frábrugðin þeim leik.

„Ég hugsaði þegar leikurinn var í gangi að þetta var mjög líkur leikur og í Eyjum, liðin beittu sömu leikaðferðum þar sem boltinn var settur hratt fram og þá slitna liðin einsog þau gerðu og boltinn fór ansi hratt á milli liða,” sagði Kristján og bætti þó við að spilamennskan hafi verið betri í dag en þá.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira