„Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni í leik Breiðabliks og Selfoss á mánudaginn. vísir/vilhelm Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00
Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15
„Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40
Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10