Íslenski boltinn

Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli

Sindri Sverrisson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir kom Breiðabliki yfir gegn Selfossi í gær en það dugði skammt að þessu sinni.
Alexandra Jóhannsdóttir kom Breiðabliki yfir gegn Selfossi í gær en það dugði skammt að þessu sinni. VÍSIR/VILHELM

Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld.

Barbára tryggði Selfossi 2-1 sigur á Blikum í Kópavogi í gær, eftir að Dagný Brynjarsdóttir hafði fyrr í leiknum orðið fyrst kvenna til að skora gegn Breiðabliki í sumar.

Selfoss er jafnframt eina liðið sem hefur ekki fengið á sig að minnsta kosti þrjú mörk gegn Breiðabliki í sumar, en Blikar hafa meðal annars unnið tvo 7-0 sigra og einn 6-0 sigur á tímabilinu.

Þó að Breiðablik hafi lent í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þá tapaði liðið ekki deildarleik það tímabil. Síðasta tap liðsins í deildinni var því gegn Val í lokaumferð Íslandsmótsins 2018. Sá leikur skipti hins vegar engu máli því Blikar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Síðasti deildarleikur sem Breiðablik tapaði, sem skipti máli, var því gegn Þór/KA á Akureyri þann 24. júní 2018, eða fyrir 26 mánuðum síðan. Sandra María Jessen tryggði þá Þór/KA 2-0 sigur gegn Blikaliði sem að stórum hluta var skipað sömu leikmönnum og í dag.


Tengdar fréttir

„Ég var búin að ákveða að skora“

„Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×