Svo gott sem hættir að verja Amasonfrumskóginn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 11:37 Hér má sjá svæði þar sem bændur brenndu frumskóginn til að nota landið undir ræktun nautgripa. AP/Andre Penner Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins. Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins.
Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira