KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ sem sóttvarnalæknir samþykkti. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00