KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ sem sóttvarnalæknir samþykkti. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00