Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 16:30 Leikmenn Dunajská Streda á Keflavíkurflugvelli í gær. mynd/dac1904.sk Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00
Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19