Fótbolti

Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í öðru sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í öðru sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra. VÍSIR/VILHELM

FH, Breiðablik og Víkingur eru öll að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun, FH á heimavelli sínum í Kaplakrika en hin tvö á útivelli í Noregi og Slóveníu. Þetta er fyrsta umferð undankeppninnar og sigurvegarnir kemst í aðra umferð.

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50.

Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Leikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður aðgengilegur fyrir áskrifendur af Sport Ísland sem vanalega hafa aðeins aðgengi að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×