Íslenski boltinn

Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fót­bolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét Lára í settinu í gær.
Margrét Lára í settinu í gær. visir/skjáskot

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar.

Smit greindist innan leikmannahóps og starfslið félagsins í gær og því þurfa KR-ingar að sætta sig við einn eina sóttkvíina í sumar.

Þetta var eðlilega til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gær þar sem Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir fóru yfir málin.

„Þetta er bara ömurlegt. Ömurlegir tímar og maður á ekki að ásaka neinn en auðvitað verðum við öll að reyna taka ábyrgð,“ sagði Margrét Lára.

„Kannski er ég orðin svona gömul en mér finnst þetta ekki bara snúast um fótbolta. Það eru leikmenn þarna, bæði að byrja í háskóla og eru að vinna, fólk sem á fjölskyldur og börn og þau fá ekki að sjá fjölskyldu sína.“

„Einn leikur frestast og einhverjar æfingar en það er líf leikmanna sem fer mikið úr skorðum. Maður finnur bara mikið til með KR-liðinu en vonar að þeirra hlutverki í þessari sóttkví sé að fara ljúka. Það eru komnir ansi margir dagar hjá þeim.“

Allt spjallið um sóttkví KR má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max mörkin - KR í sóttkví

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×