Enski boltinn

Efasemdir um að takist að klára tímabilið | Hvert verður framhaldið?

Ísak Hallmundarson skrifar
Jurgen Klopp og hans menn eru eflaust mótfallnir því að ógilda tímabilið
Jurgen Klopp og hans menn eru eflaust mótfallnir því að ógilda tímabilið vísir/getty
Þrátt fyrir að formlega hafi verið ákveðið að fresta keppni í ensku deildinni þar til 4. apríl eru margar efasemdaraddir uppi um þau áform. Sky Sports hefur eftir heimildarmanni hjá einu úrvalsdeildarfélagi að allt að 75% líkur séu á því að þetta tímabil verði ekki klárað.

Félögin eru ekki öll sammála um hvað sé næsta skref fari svo að keppnistímabilið verði alfarið blásið af.

Í umfjöllun um málið á Sky Sports eru nefndir þrír valmöguleikar:

1. Liverpool fær afhentan titilinn en ekkert lið fellur. Á næsta tímabili verða 22 lið í Ensku Úrvalsdeildinni og Leeds og West Brom fara upp.

2. Tímabilið verður dæmt ógilt og sömu 20 lið verða í deildinni á næsta tímabili. Þetta þykir ólíklegt þar sem Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og er svo gott sem búið að vinna deildina eftir 29. umferðir.

3. Taflan eins og hún er núna verður látin gilda. Þetta þykir líka ólíklegt þar sem það væri ósanngjarnt gagnvart liðum eins og Aston Villa, Bournemouth og Norwich að þau myndu falla þegar aðeins eru spilaðar 29 af 38 umferðum.

Sú ákvörðun sem verður tekin verður eflaust aldrei óumdeild og eru ólíkar skoðanir á milli félaga innan deildarinnar. Félög í ensku úrvalsdeildinni munu funda saman í vikunni og næsta fimmtudag er neyðarfundur hjá úrvalsdeildinni um framhaldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×