Enski boltinn

„Nani hefði farið að gráta ef Fergu­son hefði talað við hann eins og mig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney, Javier Hernandez og Nani fagna marki.
Rooney, Javier Hernandez og Nani fagna marki. vísir/getty

Wayne Rooney, leikmaður Derby, hrósar Sir Alex Ferguson mikið fyrir tíma sinn hjá Man. United og segir að mismunandi þjálfunaraðferðir hans hafi hjálpað liðinu mikið.

Rooney mætir sínum gömlu félögum í kvöld er United heimsækir Derby í enska bikarnum og er Rooney miðpunktur athyglinnar fyrir leik kvöldsins.

Hann var meðal annars spurður út í Ferguson og hvernig hann var í búningsklefanum.

„Hann vissi hvernig ætti að koma skilaboðunum áleiðis án þess að tapa sér. Ef hann hefði talað við Nani eins og hann gerði við mig þá hefði Nani brotnað niður og grátið. Hann hefði ekki farið út á völlinn aftur,“ sagði Rooney.







„Ég naut þess að spila fyrir hann. Sem leikmaður viltu vinna og þú verður að bera virðingu. Hann var stjórinn en það var eitt sem gerðist aldrei. Þetta hélt aldrei áfram. Þegar leikurinn var búinn, þá gleymdum við þessu og héldum áfram.“

Rooney hefur spilað 14 leiki fyrir Derby í B-deildinni frá því í janúar. Í þeim leikjum hefur hann skorað fjögur mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Leikur Derby og og United hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×