Enski boltinn

Hender­son verður einn sá launa­hæsti með nýjum samning | Arf­takinn kominn til Sheffi­eld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi.
Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi. Vísir/Sky Sports

Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United.

Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði.

Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023.

Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports.

Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo.

Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni.

Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.